About Seesaw Sign Up

Teachers, save “Háspenna, lífshætta á Spáni - Leiklestur.” to assign it to your class.

Bergþóra Þórhallsdóttir

Háspenna, lífshætta á Spáni - Leiklestur.

Grades: 6th Grade, 5th Grade, 7th Grade
Subjects: Reading, Home Learning

Student Instructions

Hér er stuttur leikþáttur úr bókinni Háspenna, lífshætta á Spáni sem er nýkomin út. Bókin er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Friðbergur forseti sem kom út fyrir jólin 2019 og hlaut mjög góða dóma. Vegna aðstæðna í samfélaginu mun höfundur líklega ekki komast til að lesa í skólanum ykkar fyrir þessi jólin. Þess vegna ákvað hann að senda ykkur þetta skemmtilega verkefni. Leiðbeiningar um samræður um leikþáttinn er hér meðfylgjandi. Höfundur gefur einnig tækifæri á að svara fyrirspurnum í tölvupósti.

Teacher Notes (not visible to students)

Höfundur: Árni Árnason Ingvar E. Sigurðsson leikur tvö hlutverk en aðrir leikarar eru Rósa Ásgeirsdóttir úr leikhópnum Lottu, Anna María Eiríksdóttir og Bríet Valdís Reeve. Um bókina: Systkinin Sóley og Ari eru á leið í langþráð frí til að Spánar með foreldrum sínum. En það serm átti að vera þægilegt frí til að hlaða batteríin breytist snarlega þegar skuggalegir menn birtast í kringum þau – og líka náungar sem eiga alls ekki að vera á sama stað á Spáni heldur allt annars staðar. Háspenna, lífshætta á Spáni er sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Friðbergur forseti eftir Árna Árnason sem hlaut frábæra dóma. Árni sýnir hér svo ekki fer á milli mála að hann er barnabókahöfundur í fremstu röð sem kann að flétta saman æsispennandi atburðarás við knýjandi mál samtímans. Verkefni: Spyrjið höfundinn. Nemendahópurinn hlustar saman á leikritið. Að því loknu fara fram samræður meðal kennara og nemenda um það og það sem þar kemur fram. Dæmi: Hvað skyldi vera í gangi þarna? Af hverju eru stelpurnar í þessum aðstæðum og hvernig komust þær þangað? Hvað ætli gerist í framhaldinu? Hvernig skrifar maður eiginlega svona sögu? Hvernig fæðast hugmyndir? Bekkurinn kemur sér svo saman um 5 spurningar til þess að spyrja höfundinn að, hvort sem þær tengjast efni bókarinnar eða starfi rithöfundarins. Kennari sendir spurningar á arni@arniarnason.is. Hann mun svara bekknum fljótt og reyna að gera það með myndbandi. Ykkar leikrit. Skapandi verkefni! Nemendur vinna saman í hópum að sínu eigin leikriti. Leikritið er hægt að gera til dæmis í formi hlaðvarps, myndbands eða sýningar á staðnum. Til dæmis er hægt að búa til sjálfstætt framhald af leikritinu, hvað gerist næst? Eða velta því fyrir sér hvað hefur gerst á undan? (Hvernig komust þær í þessar aðstæður?) Teiknimyndasaga eða myndir. Leyfðu sköpunargleðinni að ráða ríkjum. Nemendur búa til teiknimyndasögu úr leikritinu eða teikna mynd af ákveðinni senu.

Loading